Ekkert raunhæft tilboð hefur borist í Liverpool eftir að FSG eigendur félagsins greindu frá því að þeir vildu selja. The Athletic fjallar um málið.
Greint var frá því í nóvember að FSG vildi selja félagið og að verðmiðinn væri um 2,7 milljarðar punda.
Athetlic segir hins vegar frá því að erfiðlega gangi að finna aðila sem er klár í að kaupa félagið.
Segir í fréttinni að FSG hafi ekki fengið neinn aðila að borðinu sem líklegur er til þess að vilja kaupa félagið á uppsettu verði.
FSG ætlar ekki að selja félagið nema fyrir uppsett verð. Í grein Athletic kemur fram að FSG gæti skoðað selja lítinn hluta af félaginu en slíkar viðræður hafa þó ekki farið af stað.
FSG þvertekur svo fyrir það að vera selja félagið til aðila frá Katar eins og götublöð hafa haldið fram.