Ekki er von á öðru en að Jurgen Klopp stjóri Liverpool muni í sumar leggja alla áherslu á að styrkja miðsvæðið sitt.
Ensk blöð fjalla umm málið í dag og segja að Klopp horfi til þess að fá tvo miðjumenn.
Efstur á blaði er Jude Bellingham en Liverpool hefur lagt mikla vinnu í það að krækja í hann frá Dortmund næsta sumar.
Enska félagið er sagt bjóða faðir hans vinnu til að sannfæra Bellingham um að taka skrefið til Liverpool. Fleiri félög eru að berjast um starfskrafta hans.
Þá segja ensk blöð í dag að Klopp vilji einnig ólmur fá Matheus Nunes miðjumann Wolves. Þessi 24 ára gamli leikmaður kom frá Sporting Lisbon fyrir tæpar 40 milljónir punda síðasta sumar.
Einnig er greint frá því að Roberto Firmino sé líklega að framlengja við félagið en honum stendur til boða nýr tveggja ára samningur.