Alejandro Garnacho 18 ára kantmaður Manchester United er á barmi þess að skrifa undir nýjan samning við félagið. Telegraph segir frá.
Garnacho hefur vakið athygli fyrir vaska framgöngu á þessu tímabili en hann er nú þegar samningsbundinn til ársins 2025.
United er hins vegar tilbúið að hækka laun Garnacho og gera við hann lengri samning. Bæði Real Madrid og Juventus eru sögð hafa sýnt Garnacho áhuga síðustu vikurnar.
Garnacho hefur átt fína spretti á tímabilinu en hann lagði upp sigurmark United gegn Manchester City um liðna helgi.
Garnacho er frá Argentínu en hann er að gera langtíma samning við United.