Real Madrid er byrjað að láta Alejandro Garnacho kantmann Manchester United vita af áhuga sínum. Kantmaðurinn hafnaði nýjasta tilboði United.
Þessi 18 ára kantmaður frá Argentínu hefur vakið verðskuldaða athygli síðustu vikur fyrir vaska framgöngu í liði United.
Garnacho er með samning við United til ársins 2024 en félagið hefur rætt við hann um nýjan samning.
Independent segir að umboðsmenn Garnacho hafi hafnað síðasta tilboði United sem átti að gefa honum 20 þúsund pund í laun á viku.
Enska blaðið segir að fleiri lið en Real Madrid séu að láta Garnacho og hans menn vita af áhuga. Líklegt er að United hækki tilboðið sitt á næstu vikum.