Samkvæmt frétt Mirror er Liverpool að skoða það að kaupa miðjumann nú í janúar og er Ruben Neves miðjumaður Wolves nefndur til sögunnar.
Neves hefur lengi verið orðaður við Liverpool en nú gæti Wolves þurft að selja hann til að tryggja að fá eitthvað fyrir hann.
Neves á 18 mánuði eftir af samningi sínum við Wolves en um tíma vildu Úlfarnir fá 70 milljónir punda fyrir Neves.
Nú er hins vegar öldin önnur og staða Wolves ekki eins sterk, því gæti Neves verið til sölu á útsöluverði.
Miðsvæði Liverpool hefur átt í vandræðum á þessu tímabili og segir Mirror að Jurgen Klopp hefði áhuga á að bæta Neves í hóp sinn.
Liverpool keypti Coady Gakpo nú í janúar sem styrkti sóknarlínuna en núna vill Klopp horfa á miðsvæðið.