Það er alltaf athyglisvert að skoða listann yfir dýrustu leikmenn sögunnar þar sem toppsætið hefur ekki hreyfst í mörg ár.
Neymar, leikmaður Paris Saint-Germain, er enn sá dýrasti í sögunni en hann kostaði 222 milljónir evra frá Barcelona á sínum tíma.
Stórstjarnan Kylian Mbappe er í öðru sæti en hann er liðsfélagi Neymar hjá PSG og kom á sínum tíma frá Monaco.
Nýjasta nafnið á listanum er vængmaðurinn Antony sem kom til Manchester United í sumar frá Ajax í Hollandi.
Antony mun kosta allt að 100 milljónir evra sem er meira en Real Madrid borgaði fyrir Cristiano Ronaldo á sínum tíma.
Hér má sjá listann.