Borussia Dortmund hefur sett sig í samband við Manchester United verðandi sóknarmanninn Anthony Elanga.
Dortmund hefur áhuga á að fá Elanga á láni út tímabilið og það sama má segja um lið Everton.
Elanga er ekki fyrsti maður á blað hjá Erik ten Hag, stjóra Man Utd, í dag og gæti vel verið fáanlegur í janúar.
Það er Fabrizio Romano sem greinir frá þessu en Elanga er sjálfur að leitast eftir því að fá meira að spila.
Dortmund er góður staður fyrir unga leikmenn að þróa sinn leik en Elanga hefur þó komið við sögu í alls 18 leikjum á tímabilinu í Manchester.