Telegraph segir frá því að Barcelona leggi nú mikla áherslu á það að krækja í Ilkay Gundogan miðjumann Manchester City í sumar.
Gundogan verður samningslaus en þýski miðjumaðurinn skoðar nú stöðuna.
Xavi er sagður telja að Gundogan gæti nýst Barcelona afar vel en búist er við að Sergio Busquets yfirgefi liðið.
Gundogan er 32 ára gamall en hann hefur verið í tæp sjö ár í herbúðum City og leikið þar stórt hlutverk.
Búist er við að City reyni að framlengja samning Gundogan en ný áskorun í sólinni á Spáni gæti heillað þýska landsliðsmanninn.