Robert Lewandowski var frábær í gær er Barcelona tryggði sér sigur í spænska Ofurbikarnum.
Lewandowski er einn besti ef ekki besti markaskorari heims og bæði skoraði og lagði upp í 3-1 sigri.
Það er í raun klikkað að skoða tölfræði Lewandowski á ferlinum en hann hefur raðað inn mörkum í mörg ár.
Lewandowski spilaði með Borussia Dortmund og samdi svo við Bayern Munchen áður en hann hélt til Spánar.
Tímabilið 2021-2022 skoraði Lewandowski heil 50 mörk í aðeins 46 leikjum og síðan 2014 hefur hann gert 344 mörk í 375 leikjum.