Rinat Akhmetov forseti Shaktar Donets leggur 25 milljónir dollara inn á herinn í Úkraínu eftir söluna á Mykhailo Mudryk til Chelsea.
Forsetinn greinir frá þessu í dag. „Ég set 25 milljónir dollara til aðstoðar hermönnum, varnarlínu okkar og fyrir fjölskyldur þeirra,“ segir Akhmetov.
Mudryk var seldur til Chelsea í gær fyrir um 100 milljónir evra en stór hluti af kaupverðinu fer til að verja heimalandið fyrir innrásum Rússlands.
Tæpt ár er frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu og hefur stríðið staðið yfir síðan þá.
Að auki greinir forsetinn, Akhmetov frá því að Chelsea ætli að spila æfingaleik í Úkraínu sem hluti af kaupverðinu á Mudryk.
Shakhtar president Akhmetov: “We’re proud of Mudryk – we will play a friendly against Chelsea at Donbass Arena in a Ukrainian Donetsk”. 🔵🇺🇦 #CFC
“I am allocating $25 million today to help our soldiers, defenders, and their families”. pic.twitter.com/BlOdj5O6ub
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 16, 2023