Fjöldi leikmanna Liverpool hefur á undanförnum árum verið að flytja í sömu götu og Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóra Manchester United.
Ferguson hefur í mörg ár búið í Wilmslow úthverfi Manchester, þessi 81 árs fyrrum stjóri býr þar í einkagötu sem er vel vöktuð.
Í þessa götu hafa leikmenn Liverpool verið að sækjast mikið og á undanförnum vikum hafa Joe Gomez og Alisson Becker fest kaup á húsi í þessari sömu götu.
Fyrir eru þeir Andy Robertson og Alex Oxlade-Chamberlain í þessari sömu götu. Ferguson eldaði grátt silfur við Liverpool í mörg ár en nú eru fjórir leikmmenn liðsins nágrannar hans.
Úthverfi Manchester eru afar vinsæl á meðal leikmanna í enska boltanum en þar búa flestir leikmenn Manchester United, Manchester City, Liverpool, Everton og fleiri liða.