Declan Rice er nú efstur á óskaliasta Arsenal fyrir sumarið og er félagið vongott um að næla í hannm.
The Guardian fullyrðir þessar fregnir í kvöld en Rice er einn öflugasti miðjumaður úrvalsdeildarinnar.
Rice hefur lengi verið orðaður við Chelsea en hann er uppalinn þar en fékk aldrei tækifærið.
Leikmaðurinn spilar í dag með West Ham en er klárlega reiðubúinn að taka næsta skrefið á ferlinum.
Arsenal á góðan möguleika á að vinna Englandsmeistaratitilinn á tímabilinu sem myndi klárlega hjálpa liðinu í að landa Rice.