Það var rífandi stemming á Hringbraut á föstudagskvöld þegar Bjarni Helgason blaðamaður Morgunblaðsins mætti og ræddi fréttir vikunnar hjá Benna Bó ásamt Herði Snævar Jónssyni, fréttastjóra íþrótta hjá Torgi.
Mennta- og barnamálaráðherra úthlutaði í vikunni 450 milljónum til íþróttahreyfingarinnar vegna tekjutaps af völdum Covid. Af styrknum fara ríflega 112 milljónir til íþróttafélaga. Fékk ÍBV langmest, 27,4 milljónir eða nær fjórðung alls styrksins til félaganna.
Af heildarupphæðinni fara rúmlega 260 milljónir til sérsambanda, tæplega 21 milljón til æskulýðssamtaka og tæplega 55 milljónir til íþróttahéraða á borð við Íþróttabandalag Reykjavíkur. Knattspyrnusamband Ísland fékk hæsta framlagið að þessu sinni, 110 milljónir, helmingi meira en næsti styrkþegi sem er Handboltasambandið með 54,7 milljónir króna.
„Við Eyjamenn vildum fá 100 millur en fengum ekki nema 28 milljónir, það var búið að lofa okkur 100 milljónum,“ sagði Hörður Snævar sem á ættir að rekja til Vestmannaeyja.
„Þú þurftir að sýna fram á tekjutap, þú ætlaðir að halda mót, fjáröflun sem þér var bannað að halda.“
Umræðan er í heild hér að neðan.