Lið Leeds í ensku úrvalsdeildinni hefur misst miðjumanninn Mateusz Klich til Bandaríkjanna.
Þetta hefur enska félagið staðfest en Klich skrifaði undir samning við DC United í MLS-deildinni.
Wayne Rooney er þjálfari DC United og þá er Guðlaugur Victor Pálsson, landsliðsmaður, á mála hjá félaginu.
Þessi skipti koma töluvert á óvart en Klich er 32 ára gamall og hefur leikið 16 leiki fyrir Leeds á tímabilinu.
Pólverjinn hefur spilað með Leeds frá árinu 2017 en lék fyrir það með Twente í hollensku úrvalsdeildinni.