Það er stórleikur á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í dag er Tottenham tekur á móti grönnum sínum í London, Arsenal.
Arsenal getur sent skýr skilaboð með sigri í þessum leik en liðið á möguleika á að ná átta stiga forskoti á toppnum.
Tottenham er að sama skapi í Evrópubaráttu og væru þrjú stig mikilvæg þegar kemur að Meistaradeildarsæti.
Hér má sjá byrjunarliðin.
Tottenham: Lloris; Romero, Dier, Lenglet; Doherty, Sarr, Hojbjerg, Sessegnon; Kulusevski, Son, Kane.
Arsenal: Ramsdale, White, Saliba, Gabriel, Zinchenko, Partey, Xhaka, Odegaard, Saka, Martinelli, Nketiah.