Carlo Ancelotti hefur komið Cristiano Ronaldo til varnar eftir að hann samdi við lið Al Nassr í Sádí Arabíu.
Ronaldo er þar klárlega að elta peningana en hann hefur fengið töluverða gagnrýni fyrir skiptin.
Al Nassr er moldríkt félag í afskaplega umdeildu landi en Ronaldo er 37 ára gamall og er launahæsti leikmaður heims.
Ancelotti þjálfaði Ronaldo á sínum tíma hjá Real Madrid og setur ekkert spurningamerki við félagaskiptin.
,,Þetta er stórkostlegur fengur fyrir Al Nassr. Við óskum Cristiano alls hins besta. Þetta er goðsögn félagsins,“ sagði Ancelotti.
Thibaut Courtois, markmaður Real, hafði einnig sitt að segja um skipti leikmannsins til Sádí Arabíu.
,,Með þessum skiptum þá sérðu að þetta er land sem vill bæta sig í íþróttum. Við höfum séð þetta með Formúlu eitt og á öðrum sviðum.“