Wout Weghorst er á leið til Manchester United á láni frá Burnley. Félagið hefur hins vegar ekki kauprétt á honum í sumar.
Hollenski framherjinn hefur verið á láni hjá tyrkneska félaginu Besiktas það sem af er þessari leiktíð en færir sig nú á Old Trafford.
United borgar Besiktas þrjár milljónir evra í skaðabætur, en Weghorst átti að vera í Tyrklandi út tímabilið.
United á þó ekki forkaupsrétt á leikmanninum frá Burnley næsta sumar og þyrfti því að bjóða í hann eins og hvern annan leikmann ef félagið vill hann.
Weghorst er hollenskur landsliðsmaður og var með liðinu á Heimsmeistaramótinu í Katar. Þar fór Holland í 8-liða úrslit.
Þessi þrítugi leikmaður hefur skorað 8 mörk í 16 leikjum í tyrknesku úrvalsdeildinni á leiktíðinni.
Understand Wout Weghorst deal will not include buy option clause. Manchester United have completed the signing on loan until June from Burnley. 🔴🇳🇱 #MUFC
Weghorst has completed medical tests and documents have been signed. pic.twitter.com/dwtUl8Pjg6
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 13, 2023