Sparkspekingurinn Richard Keys hefur gert grín að því að Manchester United sé að fá til sín Wout Weghorst.
Weghorst er á leið til Man Utd á láni frá Burnley og mun um leið yfirgefa tyrknenska félagið Besiktas.
Weghorst er stór og sterkur framherji, eitthvað sem Keys setur spurningamerki við og hvenær það var síðast staðan hjá Man Utd.
Einhverjir hafa bent Keys á það að það séu ekki mörg ár síðan Zlatan Ibrahimovic var í fremstu víglínu liðsins.
Keys segir að Weghorst hafi valdið vonbrigðum hjá Burnley í efstu deild en hann var þó ekki að vinna með mikið er liðið féll úr efstu deild.