fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Fyrirliðinn Sara Björk leggur landsliðsskóna á hilluna – „Þetta hefur verið svakalegt ferðalag“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 13. janúar 2023 10:20

Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Risafregnir hafa borist af íslenska kvennalandsliðinu því fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir hefur lagt skóna á hilluna.

Hún staðfestir þetta með tilkynningu á samfélagsmiðlum.

Sara hefur verið hluti af íslenska landsliðinu í sextán ár og algjör lykilmaður stóran hluta þeirra.

Alls á miðjumaðurinn að baki 145 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Hún hefur skorað 24 mörk í þeim.

Þá fór Sara með Íslandi í lokakeppni Evrópumóts fjórum sinnum: 2009, 2013, 2017 og í fyrra.

Sara er leikmaður Juventus á Ítalíu í dag.

„Eftir 16 ár með landsliðinu hef ég ákveðið að hætta. Þetta hefur verið algjör heiður en nú finnst mér tími til kominn að kveðja,“ segir Sara meðal annars í tilkynningu.

„Þetta hefur verið svakalegt ferðalag. Ég hef alltaf fyllst stolti þegar ég fer í bláu treyjuna.

Ég vil þakka KSÍ, öllum þjálfurum, starfsmönnum, leikmönnum og sjálfboðaliðum sem hafa verið með mér á þessu ferðalagi.“

Tilkynningin í heild er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gera stólpagrín að leikmanni Manchester United – Var hann í alvöru að þessu?

Gera stólpagrín að leikmanni Manchester United – Var hann í alvöru að þessu?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Manchester City opinberar nýjar treyjur – Mynd

Manchester City opinberar nýjar treyjur – Mynd
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Forráðamenn Arsenal óvissir í hvaða átt þeir eiga að fara í sumar

Forráðamenn Arsenal óvissir í hvaða átt þeir eiga að fara í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Liverpool mjög nálægt því að kaupa öflugan hægri bakvörð

Liverpool mjög nálægt því að kaupa öflugan hægri bakvörð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Staðfest að Amorim verður ekki rekinn sama hvað gerist í næstu leikjum

Staðfest að Amorim verður ekki rekinn sama hvað gerist í næstu leikjum
433Sport
Í gær

Þetta er upphæðin sem Real Madrid ætlar að bjóða Liverpool til að fá Trent með á HM

Þetta er upphæðin sem Real Madrid ætlar að bjóða Liverpool til að fá Trent með á HM
433Sport
Í gær

Ætla ekki að hækka tilboðið og getur því farið frítt í sumar

Ætla ekki að hækka tilboðið og getur því farið frítt í sumar