fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Fyrirliðinn Sara Björk leggur landsliðsskóna á hilluna – „Þetta hefur verið svakalegt ferðalag“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 13. janúar 2023 10:20

Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Risafregnir hafa borist af íslenska kvennalandsliðinu því fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir hefur lagt skóna á hilluna.

Hún staðfestir þetta með tilkynningu á samfélagsmiðlum.

Sara hefur verið hluti af íslenska landsliðinu í sextán ár og algjör lykilmaður stóran hluta þeirra.

Alls á miðjumaðurinn að baki 145 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Hún hefur skorað 24 mörk í þeim.

Þá fór Sara með Íslandi í lokakeppni Evrópumóts fjórum sinnum: 2009, 2013, 2017 og í fyrra.

Sara er leikmaður Juventus á Ítalíu í dag.

„Eftir 16 ár með landsliðinu hef ég ákveðið að hætta. Þetta hefur verið algjör heiður en nú finnst mér tími til kominn að kveðja,“ segir Sara meðal annars í tilkynningu.

„Þetta hefur verið svakalegt ferðalag. Ég hef alltaf fyllst stolti þegar ég fer í bláu treyjuna.

Ég vil þakka KSÍ, öllum þjálfurum, starfsmönnum, leikmönnum og sjálfboðaliðum sem hafa verið með mér á þessu ferðalagi.“

Tilkynningin í heild er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum
Potter tekinn við
433Sport
Í gær

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

„Stundum þarftu bara að komast í rétt umhverfi til að blómstra“

„Stundum þarftu bara að komast í rétt umhverfi til að blómstra“