fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Arnar Gunnlaugs svarar nafna sínum eftir ummælin á dögunum – „Ég skal segja ykkur hvernig þetta virkar“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 13. janúar 2023 14:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari bikarmeistara Víkings, var mættur í Þungavigtina í dag. Þar ræddi hann til að mynda ummæli nafna síns Arnars Grétarssonar í hlaðvarpinu Vængjum þöndum á dögunum.

Arnar Grétarsson er þjálfari Vals og ýjaði að því Víkingur og Breiðablik ættu auðveldara með að fá unga leikmenn til liðs við sig vegna tengsla við umboðsmenn. Bjarki Gunnlaugsson er til að mynda umboðsmaður margra leikmanna í Bestu deildinni. Hann er bróðir Arnars Gunnlaugssonar.

„Ef ég væri umboðsmaður þá myndi ég skoða besta aðbúnaðinn, ég veit ekki hvort einhver geti gert það sem við erum að gera,“ sagði Arnar Grétarsson á dögunum.

„Ég veit ekki hvort einhverjir verði fúlir út í mig. Það eru ekki margir umboðsmenn á Íslandi, við getum sagt að Víkingur og Breiðablik eru með betri tengingar í þessa aðila. Það er bara eins og staðan er, það líður að því að þessi tvö lið eru vel mönnuð. Valur er að setja áherslu á það að fá unga leikmenn, þú getur tekið bestu leikmennina sem hafa átt frábæran feril og fengið þá í Val. Þú vilt líka fá unga leikmenn, vera með 5-6 unga sem er hægt að selja.“

Arna Gunnlaugsson er ekki sammála nafna sínum í þessari umræðu.

„Ég er ekki sammála þessu. Ég skal segja ykkur hvernig þetta virkar. Þegar ungir leikmenn eru á leiðinni heim hitta þeir 4-5 af bestu liðum Íslands. Inni í því er Valur, KR, Breiðablik, Víkingur, FH, Stjarnan,“ segir hann.

„Leikmenn velja svo bara hvert þeir fara. Við höfum tekið söluræðu á leikmann, Orra, sem endaði í Val,“ bætir hann við. Þarna á hann við Orra Hrafn Kjartansson sem fór frá Fylki í Val fyrir síðustu leiktíð.

„Ég held að þetta hafi verið pirringur í nafna mínum, sem ég met mikils. Þetta hefur ekkert með umboðsmenn að gera. Ég held að leikmenn fatti hvað er í gangi hjá þessum tveimur klúbbum. Þetta eru heitu klúbbarnir í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gera stólpagrín að leikmanni Manchester United – Var hann í alvöru að þessu?

Gera stólpagrín að leikmanni Manchester United – Var hann í alvöru að þessu?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Manchester City opinberar nýjar treyjur – Mynd

Manchester City opinberar nýjar treyjur – Mynd
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Forráðamenn Arsenal óvissir í hvaða átt þeir eiga að fara í sumar

Forráðamenn Arsenal óvissir í hvaða átt þeir eiga að fara í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Liverpool mjög nálægt því að kaupa öflugan hægri bakvörð

Liverpool mjög nálægt því að kaupa öflugan hægri bakvörð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Staðfest að Amorim verður ekki rekinn sama hvað gerist í næstu leikjum

Staðfest að Amorim verður ekki rekinn sama hvað gerist í næstu leikjum
433Sport
Í gær

Þetta er upphæðin sem Real Madrid ætlar að bjóða Liverpool til að fá Trent með á HM

Þetta er upphæðin sem Real Madrid ætlar að bjóða Liverpool til að fá Trent með á HM
433Sport
Í gær

Ætla ekki að hækka tilboðið og getur því farið frítt í sumar

Ætla ekki að hækka tilboðið og getur því farið frítt í sumar