Hjá Chelsea er mikill áhugi fyrir því að endursemja við N’Golo Kante.
Telegraph segir frá þessu.
Hinn 31 árs gamli Kante hefur undanfarið ár verið einn sá besti í sinni stöðu en það hefur aðeins dregið af honum.
Samningur miðjumannsins við Chelsea rennur út næsta sumar og er óvissa með framtíð kappans.
Þó kemur nú fram að Chelsea ætli sér að framlengja við hann.
Kante hefur verið orðaður við félög á borð Barcelona, sem og Al-Nassr í Sádi-Arabíu.