Það kom upp furðulegt atvik í liðsrútu Barcelona á dögunum þegar Frenkie de Jong datt á leið sinni úr henni.
Börsungar höfðu keppt við Atletico Madrid í La Liga og unnið 0-1 sigur. Ousmane Dembele gerði eina mark leiksins.
Á leið sinni úr liðsrútunni datt De Jong svo niður stigann í liðsrútunni.
⚠️ Frenkie de Jong da el susto a la llegada del Barça al hotel
🎥 @perepunti pic.twitter.com/c8k2XOC3Rb
— Mundo Deportivo (@mundodeportivo) January 10, 2023
De Jong var mikið í umræðunni í sumar.
Miðjumaðurinn var mikið orðaður við Manchester United og héldu margir að hann færi á Old Trafford.
Allt kom hins vegar fyrir ekki og kappinn hélt kyrru fyrir í Katalóníu.