Romeo Beckham og Mia Regan eru byrjuð saman á ný eftir að hafa slitið sambandi sínu í fyrra.
Parið var saman í þrjú ár en sleit sambandinu í júlí 2022.
Á dögunum staðfestu þau hins vegar í Instagram færslu að þau væru tekin saman aftur. Vakti færslan mikla athygli og lukku aðdáenda.
Þau höfðu hætt saman í kjölfar þess að hafa reynt fjarsamband þegar Romeo lék með Inter Miami en fyrirsætan Mia var heima á Englandi að störfum.
Romeo er sonur knattspyrnugoðsagnarinnar David Beckham.
Hann gekk á dögunum í raðir Brentford og geta þau Mia því búið saman á ný.