Leikmenn Manchester United bera gríðarlega virðingu fyrir Erik ten Hag, stjóra liðsins, að sögn markmannsins Tom Heaton.
Heaton hefur verið þriðji markvörður Man Utd á tímabilinu en hann tekur þátt á öllum æfingum og hefur kynnst Hollendingnum vel.
Samkvæmt Heaton þá vita leikmenn liðsins hvernig Ten Hag virkar og hann sættir sig alls ekki við metnaðarleysi eða leti í leikjum eða á æfingum.
,,Hann hefur sent skýr skilaboð, hvað er í lagi og hvað er ekki í lagi. Allir hafa sína ábyrgð og þegar þú ferð yfir strikið þá sér hann til þess að þú sért á þínum stað,“ sagði Heaton.
,,Það er enginn að fara framúr sér hérna, við tökum einn leik í einu en þegar úrslitin eru að batna þá stöndum við allir saman og eltum sama markmið.“
,,Þegar leikmenn vit af afleiðingunum þá veistu að þú mátt ekki fara yfir strikið, ef þú gerir það þá ertu skilinn eftir.„