Enska úrvalsdeildin fer af stað í kvöld en lið Chelsea heimsækir þá Fulham í grannaslag í London.
Eins skrítið og það kann að hljóma þá er Fulham fyrir ofan Chelsea í deildinni og er með þremur stigum meira.
Chelsea hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum og þarf svo sannarlega á stigum að halda.
Hér má sjá byrjunarlið kvöldsins.
Fulham: Leno, Tete, Adarabioyo, Ream, Robinson, Joao Palhinha, Reed, de Cordova-Reid, Pereira, Willian, Vinicius.
Chelsea: Kepa, Chalobah, Thiago Silva, Koulibaly, Azpilicueta, Zakaria, Kovacic, Hall, Mount, Joao Felix, Havertz.