Pierre-Emerick Aubameyang hefur fengið nóg hjá Chelsea og vill losna burt frá félaginu eftir rúma fjóra mánuði.
Framherjinn frá Gabon kom frá Barcelona í ágúst en Thomas Tuchel keypti hann til félagsins.
Tuchel var rekinn úr starfi nokkrum dögum eftir að Aubameyang kom og Graham Potter tók við.
Potter virðist ekki ætla að treysta á Aubameyang sem hefur ekki staðist væntingar í vetur og vill komast aftur til Barcelona.
Samkvæmt Diario AS hefur Aubameyang haft samband við Xavi, stjóra Barcelona, og er tilbúinn að gera allt til að snúa aftur til Spánar.
Í sömu frétt er tekið fram að Xavi hafi svarað framherjanum og biður hann um að sýna smá þolinmæði vegna stöðu Memphis Depay.
Ef Barcelona nær að losa Memphis í janúarglugganum þá gæti félagið verið opið fyrir því að taka við Aubameyang á nýjan leik.