Wout Weghorst æfði ekki með Besiktas í dag. Hann er líklega á leið til Manchester United.
Hollenski framherjinn er á láni hjá Besiktas frá Burnley. Hann verður hins vegar á láni hjá United seinni hluta leiktíðar að öllum líkindum.
Weghorst vill ólmur fara til United og ætlar ekki að taka neinar áhættur er varðar meiðsli og annað slíkt. Hann æfði því ekki með Besiktas í dag.
United er búið að semja við Burnley og Besiktas. Síðarnefnda félagið kvittar þó ekki undir það að hleypa Weghorst á Old Trafford nema það finni mann í hans stað.
Weghorst gekk í raðir Burnley fyrir ári síðan og féll með liðinu í vor.
Hann er einnig í hollenska landsliðinu og fór með því á Heimsmeistaramótið í Katar.
Wout Weghorst did not train with the team today, @gokmenozcan reports. No risk of injuries. 🚨🔴 #MUFC
Manchester Utd have full agreement with Besiktas, Burnley and Weghorst but the Turkish club will only allow/sign the deal if they find the replacement they want. pic.twitter.com/fn9UseoC3j
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 11, 2023