Manchester United hefur unnið 20 af þeim 27 leikjum sem liðið hefur spilað undir stjórn Erik ten Hag.
Ten Hag tók við þjálfun Manchester United síðasta sumar en eftir erfiða tíma í upphafi hefur Ten Hag tekist að snúa blaðinu við.
United hefur farið með sigur af hólmi í 20 af þeim 27 leikjum sem Ten Hag hefur stýrt en sem dæmi þurfti Sir Alex Ferugson 45 leiki til að sækja 20 sigri.
Ole Gunnar Solskjær með 20 sigra í 42 leikjum en Jose Mourinho þurfti aðeins 31 leik og Louis van Gaal ögn fleiri.
United er í fjórða sæti ensku deildarinnar en liðið á þrjá erfiða leiki á næstunni. Liðið mætir Manchester City á heimavelli á laugardag en svo taka við útileiki gegn Crystal Palace og Arsenal.
Leikir til að ná 20 sigrum:
27: Erik ten Hag 🥇
31: Mourinho
36: Louis van Gaal
40: Sir Matt Busby
42: Ole Gunnar Solskjaer
45: Sir Alex Ferguson
68: Tommy Docherty