fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Opinbera hver hafði samband – Rætt við sinn gamla stjóra

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 11. janúar 2023 15:30

Matteo Guendouzi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aston Villa er að undirbúa 30 milljóna evra tilboð í Matteo Guendouzi frá Marseille. Þetta herma heimildir RMC Sport í Frakklandi.

L’Equipe sagði frá því fyrr í dag að félag í ensku úrvalsdeildinni hefði sett sig í samband við Geundouzi. Þar kom hins vegar fram að Marseille vissi ekki um hvaða félag væri að ræða.

Það var þó talið líklegt að það væri Villa og nú er útlit fyrir að það sé rétt.

Unai Emery hefur þegar sett sig í samband við miðjumanninn. Þeir eru miklir mátar eftir að hafa unnið saman þegar Spánverjinn var stjóri Arsenal.

Það er talið að Emery og Guendouzi séu ákveðnir í að vinna saman á nýjan leik.

Villa er til í að bjóða allt að 40 milljónir evra í kappann en munu byrja á 30 milljóna evra tilboði.

Guendouzi er 23 ára gamall. Hann er samningsbundinn Marseille til 2025.

Leikmaðurinn átti fína spretti inn á milli hjá Arsenal en var hegðun hans oft gagnrýnd. Mikel Arteta, sem tók við af Emery hjá Arsenal, hafði ekki áhuga á að vinna með leikmanninum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stjörnunni mistókst að tryggja Evrópusætið – Úrslitaleikur gegn Breiðablik næstu helgi

Stjörnunni mistókst að tryggja Evrópusætið – Úrslitaleikur gegn Breiðablik næstu helgi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta er sögð vera upphæðin sem Halldór fær í sinn vasa eftir brottrekstur dagsins

Þetta er sögð vera upphæðin sem Halldór fær í sinn vasa eftir brottrekstur dagsins
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Klopp tjáir sig um harmleikinn í kringum Diogo Jota í sumar – „Ég sat þarna án þess að segja orð“

Klopp tjáir sig um harmleikinn í kringum Diogo Jota í sumar – „Ég sat þarna án þess að segja orð“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Uppljóstrar því hvaða veikleika Amorim vildi keyra á hjá Liverpool

Uppljóstrar því hvaða veikleika Amorim vildi keyra á hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hafnaði starfinu á dögunum en samþykkir nú að taka við

Hafnaði starfinu á dögunum en samþykkir nú að taka við
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Liverpool setur allt á fullt til að reyna að semja við þessa tvo

Liverpool setur allt á fullt til að reyna að semja við þessa tvo