Chelsea leggur áherslu á það að kaupa miðjumann nú í janúar eða strax næsta sumar. Ensk blöð segja fimm miðjumenn á blaði.
Chelsea hefur nú í janúar reynt að kaupa Enzo Fernandez miðjumann Benfica en það án árangurs.
Todd Boehly eigandi Chelsea hefur mikinn áhuga á því að kaupa miðjumann fyrir Graham Potter. Þar segir einnig að Jorginho sé frjálst að fara frítt í sumar.
Enzo er áfram á innkaupalista Chelsea en þar er einnig að finna Declan Rice miðjumann West Ham og Jude Bellingham miðjumann Borussia Dortmund.
Graham Potter sem áður var stjóri Brighton hefur einnig áhuga á að fá Moises Caicedo eða Alexis Mac Allister frá félaginu.
Í fréttum segir einnig að Chelea vilji fá Mason Mount og N´Golo Kante til að frammlengja samninga sína við félagið.