Thomas Muller, leikmaður Bayern Munchen, gaf sterklega í skyn í vetur að hann væri hættur með þýska landsliðinu.
Muller greindi frá því eftir leik við Kosta Ríka á HM í Katar en eftir þann leik var ljóst að Þýskaland væri úr leik á mótinu í riðlakeppninni.
Sóknarmaðurinn er nú búinn að taka þau ummæli til baka en tilfinningarnar réðu ferðinni stuttu eftir leikinn við Kosta Ríka.
,,Ég var fullur af tilfinningum eftir leikinn gegn Kosta Ríka, auðvitað,“ sagði Muller við blaðamenn.
,,Þetta var sorglegt augnabli því við fórum heim jafnvel þó við höfum unnið leikinn. Ég hef verið í góðum viðræðum við landsliðsþjálfarann.“
,,Svo lengi sem ég er atvinnumaður í fótbolta þá mun ég vera til taks fyrir landsliðið. Það er undir stjóranum komið ða velja mig eða ekki.“