Graham Potter stjóri Chelsea er í vandræðum í starfi og strax er byrjað að ræða um framtíð hans, Chelsea náði í Potter frá Brighton í haust.
Gengi Chelsea undir hans stjórn hefur verið slakt en frá því að Potter tók við hefur stigasöfnun Chelsea verið slök.
Newcastle hefur sem dæmi sótt 12 stigum meira á sama tíma og er besta lið deildarinnar í undanförnum ellefu leikjum.
Fulham, Brentford og Crystal Palace hafa einnig sótt sér fleiri stig en Chelsea á þessum sama tíma.
Ljóst er að Potter þarf að snúa við gengi Chelsea á næstu vikum en Todd Boehly eigandi félagsins hefur dælt fjármagni í leikmenn.
Nú er félagið að taka Joao Felix frá Atletico Madrid og pressan á Potter heldur áfram að auakast.