Sóknarmaðurinn Mikkel Dahl mun ekki leika á Íslandi næsta sumar en hann hefur gert samning við lið HB.
HB er sögufrægasta lið Færeyja en Dahl spilaði með Leikni síðasta sumar er liðið féll úr efstu deild.
Það var búist við miklu af Dahl í Breiðholtinu en hann skoraði aðeins fjögur mörk í alls 21 leik.
Um er að ræða 29 ára gamlan leikmann sem lék áður með HB og var nokkuð duglegur við að skora mörk í Færeyjum.
Daninn spilaði með HB frá 2020 til 2022 en var áður í neðri deildunum í heimalandinu.