Nokkrir stuðningsmenn horfðu á leik Oxford og Arsenal í þriðju umferð enska bikarsins í gær ofan á bíl.
Uppselt var á völlinn þegar C-deildarliðið tók á móti Skyttunum. Á einum enda vallarins er bílastæði og því gripu mennirnir til sinna ráða.
Þeir stóðu ofan á bíl að horfa á leikinn.
Arsenal vann leikinn í gær 0-3 þrátt fyrir flotta frammistöðu Oxford.
Heimemenn héldu þeim í skefjum í fyrri hálfleik en í þeim seinni skoraði Mohamed Elneny eitt mark og Eddie Nketiah tvö.
Arsenal fer áfram í fjórðu umferð. Þar verður andstæðingurinn Manchester City.
Fans standing on top of cars to watch Oxford United against Arsenal. pic.twitter.com/RRqm3ULI6p
— FT90Extra ⚽ (@FT90Extra) January 9, 2023