fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Liverpool gat fengið Bale en neitaði að borga – Ákvörðun sem félagið sér verulega eftir

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 10. janúar 2023 19:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gareth Bale hefði getað orðið leikmaður Liverpool á sínum tíma er hann spilaði með Southampton.

The Athletic greinir frá þessu en njósnarar Liverpool mættu á unglingaliðsleik Southampton gegn Bolton árið 2005 til að fylgjast með David McGoldrick á þeim tíma.

Njósnararnir voru ekki lengi að taka eftir Bale sem lék þá í vinstri bakverði og reyndi félagið að fá hann í kjölfarið.

Liverpool neitaði hins vegar að borga pening fyrir Bale og bauð Southampton að fá miðjumanninn Darren Potter í skiptum.

Southampton hló að því tilboði Liverpool og heimtaði að fá pening aukalega sem stórliðið neitaði að samþykkja.

Bale samdi í kjölfarið við Tottenham og varð goðsögn hjá félaginu áður en hann hélt til Real Madrid fyrir risaupphæð.

Tottenham borgaði 10 milljónir punda fyrir Bale sem er nú búinn að leggja skóna á hilluna eftir mjög farsælan feril.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Íslendingar telja tæp 7 prósent á uppseldum leikvangi

Íslendingar telja tæp 7 prósent á uppseldum leikvangi
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sveindís mætir góðri vinkonu sinni í kvöld – „Gott fyrir okkur ef hún spilar ekki“

Sveindís mætir góðri vinkonu sinni í kvöld – „Gott fyrir okkur ef hún spilar ekki“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Græðir þú á árangri landsliðsins?

Græðir þú á árangri landsliðsins?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Telja að Ísland fái högg í magann og að draumurinn verði úti annað kvöld

Telja að Ísland fái högg í magann og að draumurinn verði úti annað kvöld
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Allt öðruvísi aðstæður annað kvöld

Allt öðruvísi aðstæður annað kvöld
433Sport
Í gær

Ákvað sjálfur að spila í gær stuttu eftir andlát Jota

Ákvað sjálfur að spila í gær stuttu eftir andlát Jota
433Sport
Í gær

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“