fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Liverpool gat fengið Bale en neitaði að borga – Ákvörðun sem félagið sér verulega eftir

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 10. janúar 2023 19:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gareth Bale hefði getað orðið leikmaður Liverpool á sínum tíma er hann spilaði með Southampton.

The Athletic greinir frá þessu en njósnarar Liverpool mættu á unglingaliðsleik Southampton gegn Bolton árið 2005 til að fylgjast með David McGoldrick á þeim tíma.

Njósnararnir voru ekki lengi að taka eftir Bale sem lék þá í vinstri bakverði og reyndi félagið að fá hann í kjölfarið.

Liverpool neitaði hins vegar að borga pening fyrir Bale og bauð Southampton að fá miðjumanninn Darren Potter í skiptum.

Southampton hló að því tilboði Liverpool og heimtaði að fá pening aukalega sem stórliðið neitaði að samþykkja.

Bale samdi í kjölfarið við Tottenham og varð goðsögn hjá félaginu áður en hann hélt til Real Madrid fyrir risaupphæð.

Tottenham borgaði 10 milljónir punda fyrir Bale sem er nú búinn að leggja skóna á hilluna eftir mjög farsælan feril.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Lammens hrósar Amorim fyrir þetta – „Þú finnur að hann tekur alla pressuna á sig“

Lammens hrósar Amorim fyrir þetta – „Þú finnur að hann tekur alla pressuna á sig“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hemmi Hreiðars sagður í viðræðum um að taka við Val

Hemmi Hreiðars sagður í viðræðum um að taka við Val
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stjörnunni mistókst að tryggja Evrópusætið – Úrslitaleikur gegn Breiðablik næstu helgi

Stjörnunni mistókst að tryggja Evrópusætið – Úrslitaleikur gegn Breiðablik næstu helgi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta er sögð vera upphæðin sem Halldór fær í sinn vasa eftir brottrekstur dagsins

Þetta er sögð vera upphæðin sem Halldór fær í sinn vasa eftir brottrekstur dagsins
433Sport
Í gær

Klopp tjáir sig um harmleikinn í kringum Diogo Jota í sumar – „Ég sat þarna án þess að segja orð“

Klopp tjáir sig um harmleikinn í kringum Diogo Jota í sumar – „Ég sat þarna án þess að segja orð“
433Sport
Í gær

Uppljóstrar því hvaða veikleika Amorim vildi keyra á hjá Liverpool

Uppljóstrar því hvaða veikleika Amorim vildi keyra á hjá Liverpool