Manchester United mun freista þess að komast í næstu umferð enska deildabikarsins í kvöld er liðið spilar við Charlton.
Charlton þarf að eiga leik tímabilsins til að eiga möguleika gegn Rauðu Djöflunum sem hafa verið öflugir undanfarið.
Charlton leikur í þriðju efstu deild Englands og situr þar í 12. sæti eftir 25 umferðir.
Leikmaður að nafni Kobbie Mainoo fær tækifæri á Old Trafford í kvöld en hann er aðein 17 ára gamall og leikur á miðjunni.
Einnig á sama tíma fer fram leikur Newcastle og Leicester en leikið er á St. James’ Park.
Þessi tvö lið mættust þann 26. desember síðastliðinn og þá vann Newcastle frábæran 3-0 útisigur.
Hér má sjá byrjunarlið kvöldsins.
Man Utd: Heaton; Dalot, Maguire, Martinez, Malacia; Fred, Mainoo, McTominay; Antony, Garnacho, Elanga.
Charlton: Maynard-Brewer; Clare, Inniss, Ness, Sessegnon, Dobson, Morgan, Fraser, Rak-Sakyi, Leaburn, Blackett-Taylor.
——————
Leicester: Ward, Castagne, Amartey, Faes, Thomas, Tielemans, Albrighton, Ndidi, Perez, Barnes, Daka
Newcastle: Pope, Trippier, Botman, Schar, Burn, Guimares, Willock, Longstaff, Joelinton, Almiron, Wilson