Það ríkir bjartsýni hjá Manchester United á að takast að fá framherjann Wout Weghorst til félagsins.
Orðrómar um hugsanleg skipti Weghorst til United spruttu upp um helgina og það virðist sem svo að eitthvað sé til í þeim.
Weghorst er á mála hjá Burnley en er á láni hjá Besiktas í Tyrklandi sem stendur.
Félagaskiptin eru því fremur flókin. Það þarf að semja við Besiktas um að rifta samningi Weghorst, sem og Burnley.
Þó er bjartsýni hjá United á að þau gangi upp.
Sjálfur vill Weghorst ólmur ganga í raðir Rauðu djöflanna.
Manchester United are working to find a solution with Besiktas and Burnley to get Wout Weghorst deal done — both player and club side are confident 🔴 #MUFC
Talks will continue as player has been very clear: he doesn’t want to miss this big chance, Erik ten Hag wants him. pic.twitter.com/vA665n7Fjq
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 9, 2023