Pep Guardiola, stjóri Manchester City, er með ráð fyrir Graham Potter, stjóra Chelsea, sem gæti verið undir pressu.
Chelsea er í tíunda sæti ensku deildarinnar og tapaði 4-0 gegn Man City í enska bikarnum í gær.
Potter náði áður frábærum árangri með Brighbton og segir Guardiola að hann þurfi meiri tíma til að snúa genginu við.
,,Ég myndi segja við Todd Boehly að gefa Graham Potter tíma. Gefðu honum tíma,“ sagði Guardiola.
,,Allir þjálfarar þurfa tíma og ég veit að það er mikilvægt að ná í úrslit hjá stórliðunum. Það sem hann gerði hjá Brighton var stórkostlegt.“
,,Hjá Barcelona þá þurfti ég ekki tvö tímabil því ég var með Lionel Messi í mínum röðum.“