Atletico Madrid 0 – 1 Barcelona
0-1 Ousmane Dembele(’22)
Barcelona vann stórleikinn á Spáni í kvöld er liðið mætti Atletico Madrid þar sem ekkert var gefið eftir.
Heimamenn í Atletico áttu ekki beint skiliða ð tapa en liðið átti 20 marktilraunir gegn tíu frá gestunum.
Eina markið skoraði þó Ousmane Dembele en hann kom boltanum í netið á 22. mínútu fyrri hálfleiks.
Sigurinn kemur Barcelona á fína stöðu á toppnum en liðið er þremur stigum á undan Real Madrid.
Það var heitt í hamsi í uppbótartíma er Ferran Torres hjá Barcelona og Stefan Savic hjá Atletico fengu að líta rautt spjald.