Það er sex sinnum líklegra fyrir leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni að fá rautt spjald heldur en leikmenn í ensku deildinni.
Þetta kemur fram í tölfræði Relevo sem bendir á að dómarar í La Liga séu mun spjaldaglaðari en þeir á Englandi.
Að meðaltali kemur rautt spjald í hverjum 0,46 leik á Spáni en á Englandi er talan 12,5 sem er mun meira.
Það sama má segja um gul spjöld en dómarar á Spáni virðast hafa mun minni þolinmæði.
Alls hafa yfir 40 rauð spjöld farið á loft á Spáni á tímabilinu, 18 í Serie A, 9 í ensku deildinni og 8 í Bundesligunni.