Liverpool og Wolves þurfa að mætast aftur í enska bikarnum eftir leik sem fór fram á Anfield í kvöld.
Wolves byrjaði betur í kvöld og komst yfir á 26. mínútu er Goncalo Guedes kom knettinum í netið.
Darwin Nunez jafnaði stöðuna fyrir Liverpool undir lok fyrri hálfleiks áður en Mohamed Salah kom heimamönnum yfir.
Hwang Hee-Chan reyndist svo hetja gestanna með jöfnunarmarki í seinni hálfleik og tryggði annan leik.
Alisson, markmaður Liverpool, átti ömurlegt kvöld en hann gerði sig sekan um tvö mistök sem kostuðu tvö mörk.
Í fyrra markinu gaf Alisson boltann beint á Guedes og því seinna missti hann laust skot undir sig og í netið.
Hér má sjá fyrri mistök hans.
OH NO ALISSON 😨
Liverpool fall behind from an error at the back! pic.twitter.com/3MpjxWq6Oo
— ESPN FC (@ESPNFC) January 7, 2023