Belle Silva, eiginkona Thiago Silva, var hundfúl í vikunni er hún sá lið Chelsea spila við Manchester City.
Thiago er einmitt leikmaður Chelsea sem tapaði 1-0 á heimavelli gegn City í ensku úrvalsdeildinni.
Stuðningsmenn Chelsea eru margir orðnir fullsaddir af gengi liðsins og bauluðu á sína menn í tapinu.
Chelsea er í tíunda sæti deildarinnar eftir tapið en gengið hefur verið fyrir neðan allar hellur hingað til.
Belle heimtar þó að stuðningsmenn sýni meiri virðingu og birti myndband frá tapinu.
,,Ekki láta sjá ykkur á Stamford Bridge ef þið ætlið ekki að syngja. Áfram Chelsea,“ sagði Belle.
Myndbandið má sjá hér.
Don’t come to Stamford Bridge if you’re not singing COME ON CHELSEA !!! #blueisthecolour @ChelseaFC @tsilva3 pic.twitter.com/Cl9JxdM0vX
— Belle Silva (@bellesilva) January 5, 2023