Chelsea er búið að festa kaup á gríðarlega efnilegum leikmanni sem ber nafnið Andrey Santos.
Santos kemur til Chelsea frá Vasco da Gama í Brasilíu en hann kostar 13 milljónir punda og gæti sú upphæð hækkað verulega á næstu árum.
Um er að ræða 18 ára gamlan leikmann sem mun flytja til Englands og væntanlega spila með varaliði Chelsea til að byrja með.
Santos á að baki 38 leiki fyrir aðallið á ferlinum en hann er miðjumaður og á sannarlega framtíðina fyrir sér.
Í þessum 38 leikjum skoraði Santos átta mörk en ýmis félög í Evrópu vildu fá hann í sínar raðir.
Það er ekki eini leikmaðurinn sem kemur til Chelsea í dag en einnig sóknarmaðurinn David Datro Fofana.
Fofana gerir samning til ársins 2023 en hann er tvítugur að aldri og kemur til félagsins frá Molde.