Manchester United hefur boðið Atletico Madrid 3,5 milljónir punda tl að fá Joao Felix sóknarmann liðsins á láni nú í janúar.
United myndi einnig greiða öll launin hjá Felix sem hefur fengið nóg hjá Atletico og vill komast burt.
Jorge Mendes umboðsmaður hans vinnur hörðum höndum að því að finna lausn fyrir Felix sem kostaði vel yfir 100 milljónir punda þegar hann kom frá Benfica.
Mendes mun samkvæmt spænskum blöðum farið á fund með Angel Gil Marin forseta Atletico. Reyndi hann að sannfæra forsetann um að sleppa Felix.
Atletico vill hins vegar tæpar 12 milljónir punda til að lána Felix í nokkra mánuði. United leitar að sóknarmanni en Glazer fjölskyldan sem reynir að selja félagið vill ekki eyða stórum fjárhæðum.