Cristiano Ronaldo mun ekki spila sinn fyrsta leik fyrir Al Nassr fyrr en þann 21. janúar næstkomandi.
Ronaldo vonaðist til að taka þátt í leik Al Nassr við Al-Tai í dag en hann samdi við það fyrrnefnda á dögunum.
Ronaldo þarf hins vegar að taka út tveggja leikja bann eftir að hafa brotið síma stuðningsmanns Everton í apríl í fyrra.
Enska knattspyrnusambandið dæmdi Ronaldo í það bann en hann lék þá með Manchester United.
Ronaldo verður því ekki klár gegn Al-Tai og heldur ekki Al-Shabab en verður til taks undir lok mánaðarins gegn Al-Ettifaq.