fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Gianluca Vialli er látinn 58 ára gamall

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 6. janúar 2023 09:53

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalska knattspyrnugoðsögnin Gianluca Vialli er látin. Hann var 58 ára gamall og hafði barist við krabbamein í brisi.

Vialli átti góðu gengi að fagna með Chelsea og Juventus á leikmannaferlinum. Hann skoraði 40 mörk í 88 leikjum fyrir enska félagið og tók svo við sem þjálfari, fyrst spilandi.

Með Chelsea vann Vialli enska bikarinn og deildabikarinn sem leikmaður og þjálfari. Þá vann hann einnig Evrópukeppni bikarhafa, svo eitthvað sé nefnt.

Með Juventus varð Vialli Ítalíumeistari 1995 og Evrópumeistari ári síðar.

Vialli á þá að baki 58 leiki fyrir ítalska landsliðið. Hann var einnig í þjálfarateymi þess er það varð Evrópumeistari sumarið 2021.

Hann losnaði við krabbameinið 2020 en það tók sig upp aftur.

Vialli skilur eftir sig eiginkonu og tvær dætur.

Knattspyrnuheimurinn allur syrgir hetjuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur