fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Ungstirnið fer líklega á láni til Skotlands

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 5. janúar 2023 15:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Garang Kuol gekk formlega í raðir Newcastle á dögunum. Hann verður hins vegar að öllum líkindum lánaður strax út.

Hinn átján ára gamli Kuol kemur frá Central Coast Mariners í heimalandinu, Ástralíu.

Hann samdi við Newcastle í haust en er nú formlega genginn í raðir félagsins.

Kuol getur leyst allar stöðurnar fremst á vellinum og þykir hann gríðarlegt efni. Hann spilaði tvo leiki fyrir Ástrali á Heimsmeistaramótinu í Katar.

Sem stendur er líklegast að Kuol verði nú lánaður til Hearts í skosku úrvalsdeildinni. Hann er mættur á æfingasvæði félagsins að skoða aðstæður.

Eddie Howe, stjóri Newcastle, sagði á dögunum að Kuol þyrfti að fara á láni annað til að spila.

„Garang þarf að fara og spila. Það er í forgangi. Við erum að leita að lausn. Hann þarf að spila á háu stigi og starfa með góðum þjálfara.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina