Luis Suarez er genginn í raðir Gremio í Brasilíu.
Framherjinn er orðinn 35 ára gamall og kemur hann á frjálsri sölu frá Nacional í heimalandinu, Úrúgvæ.
Suarez gerði samning út næsta ár hjá Gremio.
Kappinn var kynntur til leiks hjá félaginu við glæsilegar móttökur, eins og má sjá hér neðar.
Suarez er gríðarlega reynslumikill leikmaður sem á að baki feril með stórliðum á borð við Atletico Madrid, Barcelona og Liverpool.
Þá á Suarez að baki 137 leiki fyrir A-landslið Úrúgvæ. Hann hefur skorað 68 mörk í þeim.
Luis Suárez received a warm welcome to Grêmio 👏🇧🇷
(Via @Gremio)pic.twitter.com/JBARk6a7LT
— ESPN FC (@ESPNFC) January 5, 2023