Wayne Rooney er líklegastur til þess að taka við Everton nú þegar starfið hjá Frank Lampard hangir á bláþræði.
Rooney tók við þjálfun DC United í Bandaríkjunum í haust en áður hafði hann stýrt Derby með fínum árangri.
Rooney ólst upp hjá Everton og stendur félagið honum nærri. Hann fór í viðræður um starfið áður en Lampard tók við en vildi ekki hoppa á tækifærið þá.
Annað nafn á lista Everton samkvæmt veðbönkum er Roberto Martinez fyrrum stjóri liðsins. Martinez er án starf eftir að hafa hætt með Belgíu eftir HM í Katar.
Þá eru Sean Dychy fyrrum stjóri Burnley og Ange Postecoglu stjóri Celtic einnig nefndir til sögunnar.
Rooney er hins vegar líklegastur en talið er að starf Lampard hangi á bláþræði, hjá DC United leikur Guðlaugur Victor Pálsson undir stjórn Rooney.