fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Líkur á að Guðlaugur missi Rooney sem stjóra – Áhugi frá Englandi nú þegar starf gæti losnað

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 5. janúar 2023 08:18

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wayne Rooney er líklegastur til þess að taka við Everton nú þegar starfið hjá Frank Lampard hangir á bláþræði.

Rooney tók við þjálfun DC United í Bandaríkjunum í haust en áður hafði hann stýrt Derby með fínum árangri.

Rooney ólst upp hjá Everton og stendur félagið honum nærri. Hann fór í viðræður um starfið áður en Lampard tók við en vildi ekki hoppa á tækifærið þá.

Annað nafn á lista Everton samkvæmt veðbönkum er Roberto Martinez fyrrum stjóri liðsins. Martinez er án starf eftir að hafa hætt með Belgíu eftir HM í Katar.

Þá eru Sean Dychy fyrrum stjóri Burnley og Ange Postecoglu stjóri Celtic einnig nefndir til sögunnar.

Rooney er hins vegar líklegastur en talið er að starf Lampard hangi á bláþræði, hjá DC United leikur Guðlaugur Victor Pálsson undir stjórn Rooney.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur