Fjölmiðlakonan Laura Woods er ansi sátt með það sem er í gangi hjá Arsenal þessa dagana.
Woods er stuðningsmaður liðsins og er því sátt þessa stundina þar sem Arsenal er með átta stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
„Það þarf að hrósa stjórn Arsenal fyrir að standa við bakið á Arteta,“ segir hún, en rúm þrjú ár eru síðan Arteta tók við.
Woods segist sjá eftir því að hafa efast um kaup Arsenal á Martin Ödegaard sumarið 2021 fyrir 30 milljónir punda frá Real Madrid.
„Ég hata mig fyrir að hafa efast um það,“ segir Wood, en Ödegaard hefur verið stórkostlegur og er orðinn fyrirliði Arsenal.
„Ég elska þetta Arsenal lið. Ég held að Arteta hafi séð fyrir sér að gera Ödegaard að fyrirliða. Þeir sjá hluti sem við sjáum ekki.
Ég hef ekki séð Arsenal lið sem er svona samstillt í mörg ár. Það sem við erum að sjá er algjörlega frábært.“